Sigurður Kristinsson

Þingseta

Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1931.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Öxnafellskoti í Eyjafirði 2. júlí 1880, dáinn í Reykjavík 14. nóvember 1963. Foreldrar: Kristinn (fæddur 3. september 1851, dáinn 6. desember 1918) bóndi Ketilsson bónda í Miklagarði Sigurðssonar og kona hans Salóme Hólmfríður (fædd 29. september 1854, dáin 15. september 1934) Pálsdóttir bónda á Hánefsstöðum í Svarfaðardal Jónssonar. Maki (17. desember 1921): Guðlaug (fædd 3. mars 1886, dáin 8. desember 1964) Hjörleifsdóttir prófasts á Undirfelli Einarssonar og síðari konu hans Bjargar Einarsdóttur. Hálfsystir Sigurðar alþingismanns Kvarans.

Gagnfræðingur 1901 Möðruvöllum.

Verslunarmaður á Búðum í Fáskrúðsfirði 1902–1906. Starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri 1906–1923, framkvæmdastjóri frá 1. janúar 1918. Forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga 1923–1945. Skipaður atvinnumálaráðherra 20. apríl 1931, lausn 20. ágúst sama ár.

Formaður Framsóknarflokksins 1933–1934. Skipaður 1932 í nefnd til að athuga hag landbúnaðarins og fjárhagsástæður bænda og gera tillögur um ráðstafanir. Formaður SÍS 1948–1960.

Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1931.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2016.

Áskriftir