Ferill 169. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


106. löggjafarþing 1983–84.
Nr. 12/106.

Þskj. 749  —  169. mál.


Þingsályktun

um úttekt á umfangi skattsvika.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að koma á fót starfshópi sem í samvinnu við skattyfirvöld hafi það verkefni að gera grein fyrir og leggja mat á eftirfarandi:
     1.      Umfang skattsvika hérlendis miðað við upplýsingar um þjóðartekjur í þjóðhagsreikningum og öðrum opinberum gögnum annars vegar og upplýsingar um framtaldar tekjur í skattframtölum hins vegar.
     2.      Hvort skattsvik megi rekja sérstaklega til ákveðinna starfsstétta og starfsgreina.
     3.      Umfang söluskattssvika hér á landi.
     4.      Helstu ástæður fyrir skattsvikum og hvaða leiðir eru vænlegastar til úrbóta.
    Niðurstöður skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 1985. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 3. maí 1984.