Ferill 97. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


107. löggjafarþing 1984–85.
Nr. 6/107.

Þskj. 999  —  97. mál.

Þingsályktun

um heimaöflun í landbúnaði.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd er geri um það tillögur hvernig megi koma við aukinni heimaöflun og hagkvæmni í landbúnaði.
    Nefnd þessi skal sérstaklega gera tillögur um eftirfarandi þætti:
     1.      Hvernig komið verði á auknum hagfræðileiðbeiningum og bændur aðstoðaðir svo sem verða má við það að lækka rekstrarkostnað búanna og lækka framleiðslukostnað landbúnaðarafurða.
     2.      Hvernig staðið verði að áætlunargerð um bætta ræktun þar sem það er talið nauðsynlegt og að bætt verði aðstaða til fóðurverkunar.
     3.      Hvernig heppilegast verði staðið að hagnýtingu hlunninda þar sem þau er að finna, svo sem veiðiskapar, jarðhita, reka, æðarvarps og skógarnytja.

Samþykkt á Alþingi 23. maí 1985.