Ferill 49. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


108. löggjafarþing 1985–86.
Nr. 23/108.

Þskj. 1086  —  49. mál.


Þingsályktun

um könnun á launum og lífskjörum á Íslandi og í nálægum löndum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera könnun á því hvort og að hvaða leyti laun og lífskjör eru lakari á Íslandi en í nálægum löndum og hverjar séu orsakir þess. Við framkvæmd könnunarinnar verði haft samráð við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands.
    Niðurstöður könnunarinnar skulu lagðar fyrir Alþingi á næsta reglulegu þingi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1986.