Ferill 368. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


110. löggjafarþing 1987–88.
Nr. 19/110.

Þskj. 1164  —  368. mál.


Þingsályktun

um samvinnu Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði markaðsmála og viðskipta.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni í samráði við Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins að láta kanna hvernig unnt sé að auka samstarf og samvinnu Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á sviði markaðsmála og viðskipta. Sérstaklega verði athugað hvernig þjóðirnar, með auknu samstarfi og bættum samgöngum sín í milli, geti styrkt stöðu útflutningsstarfsemi sinnar og aukið innbyrðis viðskipti.
    Endanlegar niðurstöður þessara athugana skulu lagðar fyrir Alþingi í formi skýrslu fyrir árslok 1988 en bráðabirgðaniðurstöður unnar fyrir mitt sumar fyrir Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1988.