Ríkisábyrgð á launum
Þriðjudaginn 18. október 1988

     Stefán Valgeirsson:
    Herra forseti. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu, og allt bendir til þess að gjaldþrotum fjölgi á næstunni, þá er þetta mikið réttlætismál. Ég vil þakka hv. flm. fyrir að leggja þetta fram. Auðvitað verður að hugleiða það á hvern hátt er hægt að tryggja þessu fólki greiðslur og að athuguðu máli, ef þetta er besta leiðin, þá mun ég heils hugar styðja það á þennan veg. En það þarf að athuga allar leiðir í því efni. Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þetta frekar nú, en þetta er mál sem er mjög aðkallandi að taka á.