Frumvarp um efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 26. október 1988

     Eiður Guðnason:
    Herra forseti. Það var aðeins í tilefni þessara síðustu orða hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 8. þm. Reykv. Ég veit að forseti vor er friðarins maður og hann kann það sem segir í Grettissögu að illt er að egna óbilgjarnan og þess vegna sagði hann kannski ekki neitt. En þegar hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson kemur hér í stólinn og talar um það í þremur setningum að það sé engin samstaða í stjórnarliðinu, það sé hver höndin upp á móti annarri og logi allt í sundurlyndi er hann auðvitað ekki að tala um þingsköp. Það vita allir.