Bann við geimvopnum
Fimmtudaginn 27. október 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir): Vegna athugasemdar hv. 2. þm. Austurl. um þingsköp, vil ég geta þess að í 28. gr. þingskapa er kafli sem fjallar um fyrri umr. um þáltill. Í 5. málsgr. 28. gr. segir um sérstaka meðferð:
    ,,Um þáltill., er fjalla um stjórnskipun, utanríkis- eða varnarmál, staðfestingu framkvæmdaáætlana, alþjóðasáttmála eða milliríkjasamninga, gilda ákvæði 36. gr. við báðar umræður.``
    Ef litið er til 36. gr. þá er þar einungis talað um að framsögumaður meiri og minni hl. nefndar, svo og flutningsmaður máls, en eigi nema einn þótt fleiri flytji, eins og þar segir, mega við hverja umræðu um mál tala þrisvar. Ég fæ því ekki betur séð en að flm. þessarar till. megi taka þrisvar til máls, en það breytir ekki ákvæðunum um 15 mínútna ræðutíma, enda engin ósk um það fram borin.