Jafnréttisráðgjafar
Mánudaginn 31. október 1988

     Valgerður Sverrisdóttir:
    Hæstv. forseti. Mig langar að lýsa yfir stuðningi við till., enda er ég einn af flm. Ég vil sérstaklega taka undir það með hv. 1. flm. og frsm. varðandi mótun þessa starfs sem jafnréttisráðgjafar munu inna af hendi að það er mjög mikilvægt að það verði mótað af þeirri ráðgjafarnefnd og þeim verkefnisstjóra sem stjórnað hefur verkefninu ,,Brjótum múrana`` og sem getið er um í grg. Þar tel ég að hafi fengist dýrmæt reynsla sem mundi nýtast þeim starfsmönnum sem ráðnir yrðu til þessa mikilvæga starfs sem hér um ræðir.
    Eins og fram kom einnig hjá frsm. þá verður þessu verkefni, ,,Brjótum múrana``, senn lokið. Það er ekki nema rúmlega ár eftir af því tímabili sem því var ætlað að starfa, sem var fjögur ár, og þess vegna er áríðandi, eins og kom fram hjá mér í upphafi, til þess að ráðgjafarnefndin og verkefnisstjórinn geti mótað þetta starf, að þessu máli verði flýtt.