Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Miðvikudaginn 02. nóvember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 31. okt. 1988:
    ,,Kristinn Pétursson, 5. þm. Austurl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég vegna sérstakra anna get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. á Austurlandi, Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Samkvæmt þessu bréfi og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Hrafnkels A. Jónssonar, 1. varamanns Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi. Gert verður hlé á fundinum í fimm mínútur meðan kjörbréfanefnd starfar.