Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 07. nóvember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hafa tvö bréf. Hið fyrra er svohljóðandi:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Birgir Ísl. Gunnarsson,

2. þm. Reykv.``

    Hið síðara bréf hljóðar svo:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Unnur Stefánsdóttir fóstra, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Jón Helgason,

2. þm. Suðurl.``

    Unnur Stefánsdóttir og Sólveig Pétursdóttir hafa báðar tekið sæti á Alþingi fyrr á þessu kjörtímabili og kjörbréf þeirra verið rannsökuð. Þær eru boðnar velkomnar til starfa á ný.