Fjarvera allra forseta Sþ. samtímis
Miðvikudaginn 09. nóvember 1988

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Þær fréttir svífa um sali þingsins að allir forsetar Sþ., 1. forseti, 1. varaforseti og 2. varaforseti, séu á förum til útlanda samtímis. Ég beini þeirri spurningu til forseta, sem samkvæmt mínum skilningi á að veita brottfararleyfi úr þingsölum, hvort deildarforsetar hafi rætt það sín á milli að verða við slíku, ef af yrði, og einnig hinni almennri spurningu hvort þingmenn megi e.t.v. eiga von á því að allir forsetar þingsins hverfi samtímis til útlanda.