Iðnráðgjafar
Fimmtudaginn 10. nóvember 1988

     Egill Jónsson:
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að vekja athygli á því sem kom fram í síðustu orðum hæstv. viðskrh. þar sem hann gat þess að það væri áform núv. ríkisstjórnar að leggja niður búnaðarsamböndin og Búnaðarfélag Íslands. Þetta eru ákaflega mikilvægar upplýsingar í þessari umræðu. Það var satt að segja hreint út talað því að þetta er það sem kemur fram í fjárlagafrv. Ég leyfi mér að vekja athygli Alþingis, reyndar allrar þjóðarinnar, á þeirri mikilvægu stefnuboðun sem hér hefur verið látin ganga út af hendi ríkisstjórnarinnar.