Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Það hlýtur að vera grundvallaratriði hér í þingsal að þó að menn séu ekki sammála forseta um allt sem hann gerir virði þeir vald forseta. Ég veit ekki hvort það er neitt sérstaklega alvarlegt mál þó að það hendi að þm. fari út fyrir dagskrárefnið. Í það minnsta hlýtur það að vera fyrirgefanlegt þegar það er upplýst að hann vissi ekki hvað það var.