Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 21. nóvember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hafa tvö bréf, dags. 21. nóv. 1988. Hið fyrra er svohljóðandi:
    ,,Skúli Alexandersson, 4. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég get ekki sinnt þingstörfum næstu tvær vikur vegna sérstakra anna, m.a. við undirbúning að málarekstri við sjútvrn., óska ég eftir því að varamaður taki sæti á Alþingi í forföllum mínum. Vegna óhjákvæmilegra starfa 1. varamanns Alþb. í Vesturlandskjördæmi nú er óskað eftir að 2. varamaður, Ólöf Hildur Jónsdóttir, Grundarfirði, taki sæti í minn stað.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, og jafnframt farið fram á rannsókn kjörbréfs í Sþ.
Guðrún Agnarsdóttir,

forseti Ed.``

    Með þessu bréfi fylgir skeyti Gunnlaugs Haraldssonar á Akranesi þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi vegna óhjákvæmilegra starfa nú um stundir.
    Hið síðara bréf hljóðar svo:
    ,,Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Norðurl. v., Unnur Kristjánsdóttir iðnráðgjafi, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, og jafnframt farið fram á rannsókn kjörbréfs í Sþ.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Með þessu bréfi fylgir skeyti Þórðar Skúlasonar á Hvammstanga þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi vegna annríkis á næstunni.
    Samkvæmt þessum bréfum og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Ólafar Hildar Jónsdóttur, 2. varamanns Alþb. í Vesturlandskjördæmi, og Unnar Kristjánsdóttur, 2. varamanns Alþb. í Norðurl. v., og verður gert hlé á fundinum á meðan.