Vandi sjávarútvegsins
Mánudaginn 05. desember 1988

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Virðulegur forseti. Mér vitanlega hefur enginn verið ákærður fyrir það í þessu landi að sýna árangur í starfi og ég skil ekki spurningu hv. þm. Það sem ég sagði var einfaldlega að það væru möguleikar að ná ákveðnum árangri í gæðamálum og það ætti að vinna að því og ég get endurtekið það hér, en sé ekki ástæðu til að elta ólar við það sem hann er að tala um með þessum hætti. Ég mun ekki frekar en endranær ræða á Alþingi málefni einstakra aðila eða fyrirtækja í sambandi við þessi mál.