Virðisaukaskattur
Föstudaginn 09. desember 1988

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegur forseti. Eins og kunnugt er eru hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh. fjarverandi og hafa verið síðustu daga. Ég hef þess vegna ekki haft tækifæri til þess að ræða málið við þá. Ég hef hins vegar rætt málið við aðra ráðherra sem hér eru staddir og skoðað það frá því 2. umr. fór fram. Á þessu stigi get ég þess vegna sagt að því hefur verið vel tekið að þessi endurskoðun verði í samvinnu ríkisstjórnarflokka og þeirra flokka sem ekki eru í ríkisstjórninni, en mér finnst eðlilegra að ákveða það endanlega þegar forustumenn hinna ríkisstjórnarflokkanna hafa haft tækifæri til þess að ræða málið. En ég get sagt það hér og nú að ég mun gera þá tillögu að svo verði.