Virðisaukaskattur
Föstudaginn 09. desember 1988

     Þorsteinn Pálsson:
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra jákvæðar undirtektir. Það er mjög skiljanlegt að hæstv. fjmrh. skuli ekki hafa haft aðstöðu til þess að bera sig saman við samstarfsflokkana vegna þess, eins og hæstv. ráðherra benti á, að formenn samstarfsflokkanna eru að gegna mjög mikilvægum trúnaðarstörfum á erlendum vettvangi og það hefur ekki verið gerð athugasemd hér við þeirra mat að þau störf séu mikilvægari en framganga þeirra mála sem hér liggur fyrir. Það er heldur ekki óskað eftir því sérstaklega að hæstv. fjmrh. fari einnig á erlendan vettvang til að hafa samráð um þetta afmarkaða atriði. Við svo búið telst svar hæstv. ráðherra ásættanlegt.