Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 09. desember 1988

     Þorsteinn Pálsson:
    Herra forseti. Ég vildi ítreka þá spurningu til hæstv. félmrh. hvort það sé svo að fresta eigi ákvörðunum um fjáröflun til þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum í húsnæðislánakerfinu þar til ríkisstjórnin hefur lagt nýja skatta á húsbyggjendur á landinu, á þá sem eru í þessum erfiðleikum og á þá sem á að hjálpa? Er það svo að fresta eigi þeim ákvörðunum þar til skattar hafa verið lagðir á það fólk sem er verið og á að hjálpa?