Afgreiðsla þingmála
Mánudaginn 12. desember 1988

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Herra forseti. Um leið og ég tek undir það sem hér kom fram hjá hv. 3. þm. Vesturl. vil ég taka það á mig að ég hef lagt á það mikla áherslu að þessi mál, sem hér eru aftarlega á dagskránni og snerta framhaldsskólann og einnig framlengingu laganna um bann við ofbeldiskvikmyndum, megi fá sem skjótasta meðferð hér þannig að unnt sé að koma þeim til nefndar af því að þessi mál þurfa endilega að fá afgreiðslu fyrir áramót. Og ég vænti þess að í samræmi við það sem hæstv. forseti sagði áðan sé á því góður skilningur hér í deildinni að það sé brýnt að þessi mál fái sem allra skjótasta meðferð. Það þýðir ekki það að það sé á neinn hátt af okkar hálfu verið að tefja fyrir því að önnur mál sem eru hér á dagskránni fái eðlilega þinglega meðferð.