Efnahagsaðgerðir
Þriðjudaginn 13. desember 1988

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Herra forseti. Þótt ég vilji ekki hafa áhrif á starfshætti þessarar hv. deildar og þótt ég sjái enga ástæðu til í raun að fresta afgreiðslu þessa máls og sé reiðubúinn að ræða það eins og þarf hér í kvöld og nótt, þá finnst mér sjálfsagt að verða við þeirri beiðni sem hv. 2. þm. Norðurl. e. bar fram og mér skilst að sé borin fram fyrir hönd stjórnarandstöðunnar allrar, enda var hún, eins og hv. þm. sjálfur tók fram, borin fram af mikilli hógværð, ég vil segja óvenjulegri hógværð.