Aðgerðir í efnahagsmálum
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Með því að greiða atkvæði með þessari brtt. og öðrum sambærilegum er ekki stefnt að því að leysa upp þá kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu sjálfir og gilda til lengri tíma. Hins vegar er samningsaðilum heimilt, ef þeir verða sammála um það, að breyta samningum sínum án afskipta löggjafarvaldsins. Það hafa fjölmargir lagst á það að reyna að skilja og skýra ummæli forsrh., en árangurslaust með öllu. Þess vegna er nauðsynlegt að gera málin skýr og eyða óvissu. Ég segi já.