Aðgerðir í efnahagsmálum
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir, með leyfi forseta: ,,Ríkisstjórnin æskir vinsamlegra samskipta við aðila vinnumarkaðarins og mun hafa við þá samráð um stefnuna í kjaramálum.`` Ég tel að hæstv. ríkisstjórn hafi tekið eitt örlítið spor í þá áttina þó að við kvennalistakonur teljum að sjálfsögðu ekki nóg að gert. En að sjálfsögðu greiðum við þessari brtt. atkvæði okkar og ég segi já.