Aðgerðir í efnahagsmálum
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir brtt. á þskj. 245 sem ég flyt ásamt hv. 12. þm. Reykv. Till. er við 7. gr. lagafrv. þess er hér liggur fyrir þar sem kveðið er á um gjaldskrár ríkis og sveitarfélaga og leyfi til hækkunar á aðföngum vegna erlends kostnaðar, reyndar þó að mati Verðlagsstofnunar. Tillögur okkar í Kvennalistanum um afnám launafrystingar voru felldar við 2. umr. málsins. Við teljum rétt að allir, ekki einungis launafólk, taki á sig þessa skerðingu og því er þessi till. flutt. Við leggjum til að það ríki þá jafnframt algjör verðstöðvun.