Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að verja 150 millj. kr. til fólks í greiðsluerfiðleikum vegna öflunar íbúðarhúsnæðis. Þessi till. gerir ráð fyrir hækkun á þeirri upphæð upp í 250 millj. til greiðsluerfiðleikalána. Víst er að neyð fólks er svo mikil að vel mætti verja margfaldri þeirri upphæð sem þessi till. gerir ráð fyrir til að koma til móts við þetta fólk. Ég tel að það þurfi að leita leiða sem í raun koma til móts við fólk í neyð og ég tel augljóst að þessi leið er e.t.v. ekki sú besta og í rauninni væri að mínu mati betra að flytja um það brtt. við fjárlagafrv. Ég greiði því ekki atkvæði.