Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Júlíus Sólnes:
    Herra forseti. Það er rétt, sem hér hefur komið fram, að í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin útvegi 150 millj. kr. til að veita fjölskyldum og einstaklingum sem hafa keypt íbúðarhúsnæði aðstoð við skuldbreytingar. Hér er gert ráð fyrir að þessi upphæð verði hækkuð í 250 millj. til að koma til móts við aðra þá einstaklinga og fjölskyldur sem eru nær gjaldþrota vegna óstjórnar þeirrar sem hefur verið hér á landi undanfarin ár. Hér er um skuldbreytingu að ræða þannig að hér er ekki um það að ræða að ríkisstjórnin þurfi að reiða fram fjármuni sem aldrei koma til baka. Ég segi já.