Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegur forseti. Örfá orð vegna ummæla hv. 1. þm. Suðurl. um breytingar á tekjuskatti einstaklinga og á persónuafslætti. Mig langar til þess að láta það koma fram að í tillögum sem hv. 1. þm. Suðurl. og Sjálfstfl. gerðu í september um breytingar á tekjuskatti einstaklinga fólst 2% hækkun á skatthlutfallinu, líklega óbreytt skattleysismörk, 45.700 kr. á mánuði, að persónuafslátturinn hækkaði úr 16.092 kr. í um það bil 17 þús. kr. Í því frv. sem við ræðum hér í dag er persónuafslátturinn 17.675 kr.