Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 14. desember 1988

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins setja fram þá ósk að fulltrúar Sjálfstfl. í fjh.- og viðskn. legðu þar fram þær tillögur sem Sjálfstfl. lagði fram og hér hafa verið gerðar að umræðuefni. (Gripið fram í.) Ja, það dugir einn. Hann er góður, vel hæfur og fyllilega treystandi til þess að leggja þar fram þær tillögur sem Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Suðurl., hæstv. þáv. forsrh., lagði fram svo að þingheimur allur geti séð og skoðað þær tillögur sem hér hafa verið gerðar að umræðuefni og Sjálfstfl. lagði til fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.