Geir H. Haarde:
    Frú forseti. Sú fyrirspurn sem hér mun ætlunin að taka til umræðu var lögð fram hinn 28. okt. Henni mun hafa verið útbýtt hér hinn 31. okt. Þessari fsp. er beint til hæstv. utanrrh. Hann hefur ekki séð sóma sinn í að svara henni enn. Hann er ekki í salnum í dag. Ég hef engin boð fengið um það, hvorki frá ráðherrum né forseta þingsins, að einhver annar ætli að svara henni og meðan svo er ekki ætlast ég til þess að henni verði frestað þangað til hæstv. utanrrh. sér sóma sinn í að mæta til þingstarfa og svara þeim fsp. sem til hans var beint. Þessi fsp. var á dagskrá 24. nóv. Þá var ráðherrann á landinu. Hann mætti ekki á þann fund og gaf enga sérstaka skýringu því. Ég mælist til þess að þeim boðum verði komið til hæstv. utanrrh. að hann sinni störfum sínum hér á Alþingi.