Skýrsla OECD um efnahagsástandið á Íslandi
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Friðrik Sophusson:
    Virðulegi forseti. Ég vil bara segja að það kemur enn einu sinni í ljós að hæstv. forsrh. veit ekkert hvað hann er að segja þá stundina sem hann talar. Það stendur, það er hérna, það stendur í fsp. orðrétt að það sé spurt um ummæli hans, sem ég veit að hafa verið fengin á viðeigandi stað, um þýðingar á tillögum og skýrslum sem eru ritaðar í kerfinu hér heima af mönnum sem fylgja allt annarri stefnu á þessu sviði en ríkisstjórnin. Svo kemur hæstv. forsrh. og segir að umræðan snúist um eitthvað allt annað. Hann minntist ekkert á þetta hérna þegar hann talaði um þetta síðast.
    M.ö.o.: Hæstv. forsrh. hafði ekki hugmynd um hvenær . . . (Gripið fram í.) Það er alveg rétt. Það gildir almennt um ummæli hæstv. forsrh. og nú hefur það sannast.