Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Mér er auðvitað ljúft og skylt að breyta frá samkomulagi okkar forsetanna og leyfa hv. 2. þm. Norðurl. e. að fá svar við fsp. sinni. Hins vegar held ég að það hefði reynst flestum forsetum ærið erfitt að halda dagskrá nákvæmlega. Auðvitað er ætlast til þess að hv. þm. séu viðstaddir í fyrirspurnatímum og mál hafi sína eðlilega röð, en út af því verður vitaskuld að víkja þegar menn eru ekki til staðar. En ég mun bíða þangað til að mér kemur á dagskrá.