Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Það liggur ekki fyrir að hv. 1. þm. Vesturl. hafi óskað eftir því að vera viðstaddur þessa umræðu, en forseti getur ekki séð hverju það breyti að fresta þessu máli ef það verður sent til nefndar og nefndin hafi í hendi sér að taka afstöðu til þess hvaða afgreiðslu málið fær. ( EG: Það er komin fram ósk um frestun frá þingflokksformanni Alþfl.) Er það ósk um frestun á málinu frá þingflokksformanni? ( FrS: Er ekki best að fresta þingi bara fram yfir jól?) Ja, ef það er eindregin ósk frá þingflokksformanni Alþfl. sem slíkum að umræðunni um þetta mál verði frestað getur forseti sennilega ekki annað en orðið við slíku þegar heill þingflokkur stendur að baki slíkri ósk.