Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Flm. (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Ég virði ákvörðun forseta um að fresta umræðunni en ég hlýt að spyrja hvort hv. 1. þm. Vesturl. njóti einhverra vildarkjara eða hafi betri stöðu innan þingsins en við almennir þingmenn. Ég sé í rauninni enga ástæðu til þess að vera að fresta umræðu fyrir einn tiltekinn þm. sem er með frv. í Nd. þingsins. Hér er fundur í Sþ. og ef þetta á að vera framtíðin ef mál skarast á einn eða annan hátt milli deilda og sameinaðs þings er ég hræddur um að hér verði bókstaflega óstarfhæft í vetur. (Gripið fram í.) ( Forseti: Hv. 3. þm. Vesturl. hefur óskað mjög eindregið eftir að eiga orðastað við hv. 1. þm. Vesturl. Hann er að kanna hvort ekki er möguleiki á að hv. 1. þm. Vesturl., sem mun vera að störfum í fjvn., komi hingað. Forseta er afar illa við að geta ekki orðið við frestunarbeiðnum ef þær koma fram. Venjan er, að ég held, að forseti verði við slíkri beiðni, en forseti viðurkennir fúslega að augljósar ástæður fyrir þeirri frestun sé ég ekki.) --- [Fundarhlé.]