Búminjasafn á Hvanneyri
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Friðjón Þórðarson:
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins taka fram vegna þeirra ummæla sem hér hafa verið látin falla að ég tel alls ekki neitt óeðlilegt við það að flytja frv. til l. um slíkt efni sem hér um ræðir. Það er áreiðanlega búningur sem hæfir vel því verkefni sem við blasir. Í annan stað vil ég taka fram að ég vona að enginn efist um að ég og hv. 1. þm. Vesturl. höfum haft fulla heimild til þess að bera þetta frv. fram eins og hér var þó dregið í efa. Og loks er ekkert óvenjulegt að fram komi ein eða fleiri tillaga um sama mál. Það hefur oft gerst á hv. Alþingi. Hitt má svo e.t.v. segja að við ættum að ræða nánar um þessi mál allir þingmenn Vesturlands í sameiningu áður en komið er með þau upp í pontu í Sþ.