Samkomulag um loðnuveiðar Norðmanna
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Frsm. utanrmn. (Jóhann Einvarðsson):
    Hæstv. forseti. Ég skal verða fúslega við þeim tilmælum að vera ekki að lengja mál mitt mikið að óþörfu, enda vill oft verða svo að almennar umræður í þingsalnum eru í öfugu hlutfalli við stærð þeirra mála sem er verið að ræða. En við erum hér að ræða um veiðiheimildir í okkar lögsögu í Norður-Atlantshafinu umhverfis Ísland og það er kannski ekki svo stórt mál.
    Utanrmn. hefur komið saman og rætt þetta mál og leggur fram stutt nál. sem hljóðar svona, með leyfi hæstv. forseta: ,,Nefndin hefur rætt málið og leggur til að samkomulagið við Norðmenn frá 1. desember sl. verði samþykkt.`` Undir þetta rita allir nefndarmenn í utanrmn. Þess skal svo getið að lokum að Hreggviður Jónsson, 11. þm. Reykn., sem er áheyrnarfulltrúi Borgfl. í utanrmn., stendur að þessu nál. líka.