Virðisaukaskattur
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Á þskj. 233 liggur fyrir nál. fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar um frv. til l. um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, en frv. felur það í sér að gildistöku laganna um virðisaukaskatt er frestað.
    Nefndin hefur rætt frv. og mælir einróma með samþykkt þess. Danfríður Skarphéðinsdóttir sat fund nefndarinnar og er samþykk þessari afgreiðslu málsins. Margrét Frímannsdóttir var fjarstödd afgreiðslu málsins.
    Undir þetta nál. rita auk frsm. Valgerður Sverrisdóttir, Júlíus Sólnes, með fyrirvara, Halldór Blöndal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Jóhann Einvarðsson.
    Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.