Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og liggur það fyrir á þskj. 229.
    Nefndin hefur athugað frv. á fundum sínum. Meiri hl. leggur til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir á þskj. 142. Stefán Valgeirsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur afgreiðslu málsins.
    Undir þetta rita ásamt mér: Árni Gunnarsson, með fyrirvara, Ragnar Arnalds og Guðmundur G. Þórarinsson.