Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði
Fimmtudaginn 15. desember 1988

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Kristín Halldórsdóttir bar fram þá fyrirspurn hvernig bæri að skilja orðið ,,afgjaldskvaðarverðmæti`` í 3. gr. Þetta orð mun vera ættað úr framkvæmd eignarskatts og nákvæm skilgreining á þessu orði mun vera 15-föld árleg lóðarleiga.