Fjarvistir við atkvæðagreiðslu
Föstudaginn 16. desember 1988

     Páll Pétursson:
    Frú forseti. Það er rétt að við það var miðað að ljúka þingstörfum í deild klukkan fimm í gær, þó með því fororði að málunum yrði lokið. Það var samið um að afgreiða þessi mál og afgreiða þau við 3. umr. Það þarf enginn að velkjast í vafa um afstöðu Inga Björns Albertssonar til þessara mála vegna þess að hans álit liggur skriflegt fyrir á nál., í þingskjölum. Afstaða hans til málsins var því algjörlega ljós.