Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Jón Sæmundur Sigurjónsson:
    Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að það er ekki svo að þessi liður sjái fyrir fjármagni eingöngu til heilsugæslustöðva. Fjárveitingar á þessum lið fara einnig til sjúkrahúsa. Sjúkrahús á Reykjavíkursvæðinu, þ.e. stóru sjúkrahúsin þrjú, Landakot, Borgarspítali og ríkisspítalarnir, eru ekki inni á þessum lið heldur á sérliðum. Þau eru öll í Reykjavík og fá um 350 millj. í stofnfjárframlög. Ég segi já.