Fjárlög 1989
Laugardaginn 17. desember 1988

     Matthías Á. Mathiesen:
    Virðulegi forseti. Ég skal ekki deila um það við forseta hvort atkvæðagreiðsla var hafin eður ei með því að búið var að draga kúlu út úr kassanum, en mín tillaga til forseta er sú að hann leiti þá afbrigða fyrir því við hv. þm. að fá að taka atkvæðagreiðsluna upp við 6. gr. og byrja atkvæðagreiðsluna við 6. gr. upp á nýtt.