Þinghald milli jóla og nýárs o.fl.
Laugardaginn 17. desember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti hefur áður lýst því að ástæðan fyrir því að þingsályktunartillögur eru ekki lengra komnar en dæmin sanna eru endalausar kröfur um utandagskrárumræður og þingskapaumræður sem hafa verið viðhafðar í allan vetur. Þingmenn geta þannig sjálfum sér um kennt.
    Forseti mun hins vegar leitast við að afgreiða eins margar þingsályktunartillögur og unnt er fram að jólahléi, en að sjálfsögðu hljóta fundir í deildum að hafa forgang.