Þinghald milli jóla og nýárs o.fl.
Laugardaginn 17. desember 1988

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill ítreka að auðvitað er ekkert athugavert við að nýta sér rétt til umræðna um þingsköp og utandagskrárumræðna. En það er alveg ljóst að forseti getur ekki haldið áfram fundi með boðaðri dagskrá samtímis. Svo einfalt er það. Þess vegna hafa mjög margar þáltill. orðið úti enn þá og það verður leitast við að gera það besta úr því með því að finna tíma til að halda fund í Sþ. En forseti getur ekki lofað miklu um það efni fram að jólahléi. Forseti mun reyna að gera sitt besta.