Veiting ríkisborgararéttar
Laugardaginn 17. desember 1988

     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. á þskj. 242 um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Nefndin hefur rætt frv. og farið yfir þær umsóknir sem borist hafa ásamt fylgigögnum. Eftir að gengið hafði verið frá frv. í Ed. bárust tvær umsóknir sem við teljum fullgildar og uppfylla öll skilyrði. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með brtt. sem flutt er á sérstöku þskj., þskj. 237, um að þessir tveir aðilar verði teknir inn í frv.
    Sighvatur Björgvinsson og Kristinn Pétursson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins, en undir nál. rita Jón Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir, Geir Gunnarsson, Friðjón Þórðarson og Guðni Ágústsson.