Tilhögun þingfunda
Mánudaginn 19. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár vil ég taka fram að til þess getur rekið að hér verði settir fleiri fundir í dag ef til deildarinnar berast erindi eða mál frá Ed. ellegar fyrir liggja nál. og vísa ég þá til þeirrar vinnuáætlunar sem flestum er kunnug og nauðsynjar þess að taka fyrir þau mál sem okkur berast jafnharðan til þess að geta komið þeim áfram. Það er því undirskilið að fleiri fundir verði settir hér í dag og þá ef nauðsyn krefur að fresta umræðum um þau mál sem nú eru á dagskrá til þess að halda slíka fundi.
    Í annan stað: Ef til þess skyldi koma að einhver önnur fundahöld þyrfti verður tekið tillit til þess í dagskránni.