Fyrirspurn um þjóðargjaldþrot o.fl.
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Ég vek athygli hæstv. forseta á því að hugur hæstv. forsrh. stendur til þess að mega svara fsp. á fimmtudaginn og alveg með sama hætti og á þessum fundi nú er tekinn klukkutími til þess að ræða þau mál sem hæstv. forseti ber fyrir brjósti og vill afgreiða fyrir jólin, þá lýsi ég mig algerlega sammála forsrh. um þá málsmeðferð að við tökum smáfund á fimmtudaginn áður en fundur er haldinn um önnur málefni, fyrirspurnafund, og þá geti fyrirspurnin komið fyrir. Ég treysti því að hæstv. forseti fari í þessu efni bæði að vilja fyrirspyrjanda og hæstv. forsrh. ( Forseti: Það mun forseti gera.)