Fyrirspurn um þjóðargjaldþrot o.fl.
Þriðjudaginn 20. desember 1988

     Skúli Alexandersson:
    Virðulegur forseti. Ég er ekki í neinum vafa um að það er mjög áhugavert fyrir þingheim að heyra svar hæstv. forsrh. við fsp. 2. þm. Norðurl. e. um þjóðargjaldþrotið og ég get svo sem haft vissa samúð með hæstv. forseta, að hún gefi frjálsleg loforð um hvað skuli gera næsta fimmtudag. En það er víst dagurinn fyrir Þorláksmessu og sá dagur sem vanalega hefur verið heimfarardagur hv. þm. Ég lýsi þeirri skoðun minni hér að þó að ég viðurkenni að þetta mál og sjálfsagt þáltill. sem hér voru nefndar líka séu mikilsverðar tel ég varla ástæðu til þess að það verði haldnir sérstakir fundir á hv. Alþingi til að fjalla um þær fsp. sem eftir er að afgreiða og þær þáltill. sem eftir er að afgreiða líka. Ég tel að ef einhverjir fundir eigi að vera á fimmtudag fyrir Þorláksmessu eigi það að vera einhverjir sérstakir afgreiðslufundir út af þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera í sambandi við skattamál og í sambandi við fjárlög. Ég mótmæli því að það verði farið að setja á fund í hv. sameinuðu þingi vegna fsp. og þáltill. á þessum degi.