Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Við umræður í Sþ. í gær lét hæstv. iðnrh. svo ummælt að ekki varð skilið á annan veg en þann að skipasmíðaiðnaðurinn þyrfti ekki að greiða 6% lántökugjald vegna lána sem tekin væru við endurbætur, viðhald eða smíði íslenskra fiskiskipa. Það hafa ekki liðið tvær nætur áður en hæstv. iðnrh. hefur svikið þetta fyrirheit. Allir stjórnarflokkarnir í heild hafa svikið þetta fyrirheit ef þeir greiða atkvæði á móti brtt. sem hér liggur fyrir og verð ég því miður að segja að það kemur mér ekki á óvart. Ég segi já við brtt.