Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Matthías Á. Mathiesen:
    Herra forseti. Ég vildi aðeins vekja athygli forseta á því til lögjöfnunar að í 41. gr. þingskapa stendur svo, með leyfi forseta:
    ,,Frumvörp, hvort heldur eru frá ríkisstjórn eða þingmönnum, svo og tillögur til þingsályktunar og breytingartillögur, má kalla aftur á hverju stigi umræðu sem vill. En heimilt er hverjum þingmanni að taka það jafnskjótt upp aftur á sama fundi. Fyrirspurn má og afturkalla.``