Vörugjald
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Forseta leyfist kannski að taka fram að nauðsyn þess að greiða atkvæði um 1. gr. svo breytta byggist einungis á því að í brtt. er ekki tekið fram við hvaða grein laganna sé átt, þannig að einu orðin, sem menn eru í rauninni að greiða atkvæði um í þeirri atkvæðagreiðslu, sem nú fer fram, eru að 1. gr. frv. eigi við 3. gr. laganna.